Tjarnarkirkja (1892)

Tjarnarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Tjarnarkirkja er í Dalvíkurprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Tjörn er bær og kirkjustaður í Svarfaðardal. Þar var prestssetur til 1917, þegar sóknin sameinaðist Vallaprestakalli en 1967 var prestssetrið flutt að Dalvík. Fyrr á öldum var útkirkja að Urðum og Upsum frá 1859, þegar prestssetrið þar var lagt niður.

Kaþólskar kirkjur á Tjörn voru helgaðar Maríu guðsmóður, Mikael erkiengli, Jóhannesi skírara og Andrési postula. Timburkirkja á hlöðnum grunni var byggð 1892 og vígð 5. júní á hvítasunnudag sama ár. Hún tekur 60-70 manns í sæti.

Jón Stefánsson á Dalvík var yfirsmiður. Kirkjunni hefur verið breytt í gegnum tíðina. Hvelfingu var bætt í hana skömmu fyrir aldamótin 1900. Söngloftið var tekið niður 1925. Hinn 20. september árið 1900 skekkti suðvestan hvassviðri kirkjuna á grunninum og færðist til. Nokkru síðar rétti norðanhvassviðri hana við og færði hana aftur á grunninn, svo að mun auðveldara var að gera við hana.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Tjarnarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Tjarnarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd