Þingeyrakirkja (1877)

Þingeyrakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Kirkja sú er nú stendur á Þingeyrum er með merkustu kirkjuhúsum landsins, byggð af Ásgeiri Einarssyni (1809-1885) alþingismanni er sat staðinn með reisn á árunum 1861-1863 og aftur frá 1867 til æviloka.  Ásgeir reisti kirkjuna á árunum 1864-1877 og lagði til byggingarinnar 10.000.- af 16.000.- sem hún kostaði og sparaði ekkert til að gera hana sem veglegasta. Kirkjan er hlaðin úr grjóti og steinarnir límdir með kalki í hleðslunni. Sverrir Runólfsson steinhöggvari sá um veggjahleðsluna og munu þeir Ásgeir saman hafa lagt á ráðin um gerð hússins. Naumast finnst steinvala í landi Þingeyra og var hleðslugrjótið allt sótt vestur í Nesbjörg handan Hópsins og dregið á sleðum  með uxa fyrir, yfir ísa að vetrinum. Kirkjuhúsið er með forkirkju, turni og bogadregnum kór sem hlaðinn er út í eitt með kirkjuskipinu. Söngloft er yfir kirkjunni framanverðri og tekur hún alls nær 150 manns í sæti. Hvelfing er bogadregin og blámáluð og á henni gylltar stjörnur sem eiga að vera um 1000 eða jafnmargar og rúðurnar í bogagluggum kirkjunnar. Veggir voru í upphafi sléttaðir að innan með kalkblöndu en 1937 voru þeir steinmúraðir og síðan málaðir hvítir. Helluþak var á kirkjunni í upphafi og lengi síðan en það skaddaðist fyrir allmörgum árum og var þá sett eirklæðning í stað þess.

Lesa má sögu Þingeyrakirkju nánar á heimasíðu Húnavatnshrepps.

Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel.


 

Þingeyrakirkja - Staðsetning á korti.

 


Þingeyrakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd