Stykkishólmskirkja (1879)

Stykkishólmskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Stykkishólmskirkja er byggð 1879.

Stykkishólmskirkja er timburhús, 10,90 m að lengd og 7,70 m á breidd. Þakið er krossreist og lagt skífum. Upp af framstafni er ferstrendur turn með skífulögðu risþaki en undir honum er stallur. Hljómop með vængjahlerum og bogaglugga yfir er á framstafni turns. Kirkjan er klædd listaþili nema framstafn sem klæddur er láréttum plægðum borðum og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir bogadregnir krosspóstagluggar. Í þeim eru þriggja rúðu rammar neðan þverpósts og tveir rammar undir fjórðungsboga að ofan og laufskurður efst. Hringgluggi með krossrima er á framstafni uppi yfir dyrum. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir og bogagluggi yfir.

Inn af dyrum er gangur og sveigðir bekkir hvorum megin hans. Hár kórpallur er innst í kirkjunni, bogadreginn á framhlið og girtur handriði. Söngloft er yfir fremri hluta framkirkju og klæddur stigi við framgafl norðan megin. Veggir eru klæddir láréttri borðaklæðningu uppi undir glugga en spjaldaþili þar fyrir ofan. Væn strikasylla er efst á veggjum og reitaskipt hvelfing stafna á milli.

Um 1900 var turni kirkjunnar breytt verulega. Hann var færður til upprunalegs horfs 1998.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Stykkishólmskirkja - Staðsetning á korti.

 


Stykkishólmskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd