Staðarhólskirkja (1899)

Staðarhólskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Staðarhólskirkja er í Reykhólaprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi. Staðarhóll er fornt setur höfðingja og kirkjustaður í mynni Staðarhólsdals í Saurbæ. Elsta heimild um kirkju að Staðarhóli eru frá því um aldamótin 1200.

Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula.  Samkvæmt máldaga voru þar tveir prestar árið 1397. Staðarhóls-Páll, Páll Jónsson (1535-1598), sýslumaður, náði Staðarhóli undan Skálholtsbiskupi, sem hafði tekið staðinn á sitt vald og kirkjunnar. Staðurinn var í eigu niðja Páls til aldamótanna 1900. Kirkjan var lögð niður skömmu fyrir 1900 en ný kirkja var reist á Skollhóli, sem heitir nú Kirkjuhóll, í stað Staðarhóls- og Hvolskirkn

Núverandi kirkja var reist árið 1899 á nýjum stað við kirkjuhól og var vígð 3. desember sama ár. Hinn 17. febrúar 1981 fauk kirkjan af grunni og skemmdist verulega.  Hún var endurbyggð í upprunalegri mynd.  Yfirsmiður var Gunnar Jónsson, byggingarmeistari í Búðardal. Kirkjan var aftur tekin í notkun með hátíðarguðsþjónustu 5. september 1982. Meðal merkra gripa er altaristafla frá 1750 og sérstakur koparhringur með ljónshöfði.

Hvolskirkja var lögð niður árið 1899 og sóknin sameinuð Staðarhólssókn. Elzta heimild um kirkju þar er frá því um 1200. Kirkjan var helguð Jóhannesi skírara, Pétri postula, hl. Nikulási og hl. Þorláki.  Í greinagerð Orms Daðasonar um kirkjur, hálfkirkjur og bænhús árið 1744 segir hann Maríukirkju í bóndaeign vera á Hvoli.

Bænhús var í Stórholti í bændaeign. Séra Þorleifur Þórðarson leggur til í Hvammi 28. júní 1753 að kirkjur á Jörfa og Stórholti séu ekki lengur nauðsynlegar. Einnig var hálfkirkja í Tjaldanesi, með gröft til Staðarhóls, og hálfkirkja að Fremri Brekkum.

Heimild:  Óskar Ingi Ingason.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Staðarhólskirkja - Staðsetning á korti.

 


Staðarhólskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd