Staðarfellskirkja (1891)

Staðarfellskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Staðarfellskirkja er í Hvammsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula. Staðarfellskirkja lá lengi undir Skarðsþing á Skarðsströnd og varð síðar útkirkja frá Hvammi í Hvammssveit.

Á árunum 1880-1890 voru Staðarfells-, og Dagverðarneskirkjur sérstakt prestakall, Staðarfellsþing, en það var aldrei staðfest með lögum. Kirkjan, sem nú stendur, er úr timbri og var byggð og vígð 1891.

Í öndverðu var þak kirkju klætt járni en veggir listaþili og hún stóð á steinhlöðnum sökkli. Í gluggum voru átta rúður og yfir þeim laufsagaðar rósir en þrír minni gluggar voru á turnhliðum. Árin 1962–1963 voru gerðar ýmsar breytingar á kirkjunni. Sökkull var styrktur með steinsteypu, kirkjan klædd bárujárni að utan en bjúgstallur og turnþak eirklædd og gluggarammar fjarlægðir. Veggir voru klæddir krossviði að innan, skot þiljuð af hvorum megin altaris og kirkjan skrautmáluð af Jóni og Grétu Björnsson.

Sjá um Staðarfellskirkju á vef Húsafriðunarnefndar.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Staðarfellskirkja - Staðsetning á korti.

 


Staðarfellskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd