Staðarbakkakirkja (1890)

Staðarbakkakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Staðarbakkakirkja Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Staðarbakki er bær og kirkjustaður í Miðfirði, næsti bær við Melstað, sem er einnig kirkjustaður. Staðarbakki var áður prestssetur en nú er þar útkirkja frá Melstað síðan 1907.

Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Jóhannesi skírara. Timburkirkjan með turni og lofti og sætum fyrir 120 manns var byggð þar 1890 og vígð 16. nóvember sama ár.

Halldór Bjarnason frá Gröf í Borgarhreppi var kirkjusmiður. Altaristöfluna málaði Eyjólfur Eyfells árið 1931 og sýnir hún Krist.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Staðarbakkakirkja - Staðsetning á korti.

 


Staðarbakkakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd