Sjávarborgarkirkja (1853)

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Sjávarborgarkirkja stendur á Borg, klettahöfða, skammt frá Sauðárkróki, og rís hátt upp frá sléttlendinu í kring. Þarna var kirkjustaður að minnsta kosti frá því á 14. öld.

Kirkjan er úr timbri, byggð af Ólafi Guðmundssyni frá Húsey árið 1853, og stóð húsið upphaflega rétt norðan gamla torfbæjarins. Hún er 8,1 m á lengd og 3,8 m á breidd. Hæð undir bita er 1,9 m. Hún er sex stafgólf.

Kirkjan er af eldri gerð turnlausra kirkna, sem einkennist af því að veggir eru lágir og sitja því gluggar uppi við þakbrún. Tveir sex rúðu gluggar eru á hvorri hlið en fjögurra rúðu gluggar á kvisti austan megin og á stöfnum. Öll þil eru svartbikuð, en gluggar, hurð, dyraumbúnaður og kross á mæni hvítmáluð.

Kirkjan var aflögð árið 1892 þegar kirkja var reist á Sauðárkróki. Seint á þriðja áratug síðustu aldar var húsið flutt úr stað, og gegndi það síðan meðal annars hlutverki geymslu,

Þjóðminjasafnið tók húsið í sína umsjón árið 1972 og þremur árum síðar var kirkjan enn flutt til og henni þá jafnframt snúið þannig að kirkjudyr vísa nú til suðurs. Sett var ný klæðning á húsið og um 1980 var lokið við innansmíð, gólf og þil, og settir inn nýir bekkir.

Sóknin var sameinuð Fargranessókn með kirkju á Sauðárkróki. Kirkjan var fyrrum í bændaeign og því voru flestir gripir hennar seldir, þegar hún var aflögð. Nú er í henni altaristafla frá Melum í Melasveit og prédikunarstóll frá Stað í Grindavík.

Frétt um Sjávarborgarkirkju í Tímanum árið 1972 á 110 ára afmæli kirkjunar.


 

Sjávarborgarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Sjávarborgarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur