Mosfellskirkja (1965)

Mosfellskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Mosfellskirkja er kirkja í Mosfellsdal og tilheyrir Mosfellsprestakalli (Lágafellssókn) í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var vígð 4. apríl 1965 af biskupi.Mosfellskirkja var gjöf Stefáns Þorlákssonar. Brjóstmynd af Stefáni eftir Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara, stendur fyrir framan kirkjuna. Kirkjan er gerð eftir teikningu Ragnars Emilssonar að undangenginni samkeppni. Kirkjan er byggð úr steinsteypu, sperrur eru úr járni en þak klætt eiri svo og kirkjuturninn sem stendur á þrem súlum upp af austurhorni kirkjunnar. Yfirsmiður var Sigurbjörn Ágústsson, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, uppsetningu á sperrum og þakgrind annaðist Leifur Loftsson, Mosfellssveit. Allir fletir kirkjunnar eru þríhyrningslaga. Í kirkjunni eru sæti fyrir um 100 manns. Gömul og fræg klukka er í kirkjunni, talin vera frá 15. eða 16. öld; um hana er lítið vitað. Klukkan er afar formfögur og hljómgóð.

Mosfellskirkja var sjálfseignarstofnun til ársins 1998 er Lágafellssókn tók yfir rekstur hennar. Kirkjugarðurinn umhverfis hana er forn.  Hann var stækkaður, þegar núverandi kirkja var byggð.  Ofan við hann er minnisvarði um séra Magnús Grímsson (1825-60), sem var maður fjölhæfur, skáld og leikritahöfundur. Hann lét til sín taka í fornleifa- og náttúrufræði. Hann aðstoðaði Jón Árnason við söfnun til og útgáfu fyrsta þjóðsagnasafns, sem kom út á íslenzku (Íslenzk ævintýri 1852) og þýddi margar bækur. Hann smíðaði m.a. sláttuvél, róðrarvél og vatnsvél.
 
Halldór Laxness segir svo frá í Innansveitarkroniku:
Stefán Þorláksson mælti sumsé svo fyrir í erfðaskrá sinni að fjármunir meiren litlir er hann leifði skyldu gánga til þess að reisa kirkju mikla og góða að Mosfelli í Mosfellsdal, þar á rústum fornra kirkna sem geyma höfuð Egils Skallagrímssonar
 
Hægt er að nálgast upplýsingar um kirkjuna og starf hennar á heimasíðu hennar.
www.lagafellskirkja.is

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Mosfellskirkja - Staðsetning á korti.

 


Mosfellskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd