Kotstrandarkirkja (1909)

Kotstrandarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Kotstrandarkirkja er kirkja að Kotströnd í Ölfusi. Hún var byggð 1909 og vígð þann 14. nóvember eftir að ákveðið var að leggja niður kirkjurnar að Reykjum og Arnarbæli. Kotstrandarkirkja hefur verið útkirkja frá Hveragerði  frá 1940 en þangað til sat presturinn að Arnarbæli og þjónaði Hjalla-, Selvogs- og Kotstrandarkirkju. Hvergerðingar sóttu kirkju að Kotströnd þar til þeirra kirkja var fullbúin.

Hún er úr járnklæddu timbri, um 85 m² og tekur 200 manns í sæti.  Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður.  Gamla altaristaflan er úr Reykjakirkju og Örlygur Sigurðsson málaði málverkið af séra Ólafi Magnússyni.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Kotstrandarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Kotstrandarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd