Knappstaðakirkja (1834)

Knappstaðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Knappstaðakirkja er í Hofsóssprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Knappstaðir eru eyðibýli, kirkjustaður og fyrrum prestssetur í Stíflu. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Pétri postula.

Knappstaðir í Stíflu var landnámsjörð Þórðar knapps. Stuttu fyrir kristnitökuna bjó þar Þórhallur knappur sem átti að hafa tekið kristna trú eftir að Haraldur konungur Tryggvason vitjaði hans í draumi og sagði honum að byggja kirkju og sagði nákvæmlega fyrir um hvernig hann skyldi haga verkum og hafa kirkjuna. Knappstaðakirkja var helguð Pétri postula. Árið 1394 var þar prestskylda og ljós og heytollur var tek-inn af 9 bæjum. Alkirkja er hún 1461 og átti Knappstaðaprestur að þjóna bænhúsum á Nefstöðum og Gautastöðum. Árið 1479 átti Knappstaðaprestur einnig að þjóna hálfkirkju í Tungu auk fyrrgreindra bæn-húsa, en tekið fram að Gautastaðabænhúsið væri fallið. Á Knappstöðum var enn prestsetur árið 1569 og svo hélst til 1880.

Kirkjan, sem nú stendur, er álitin elzta timburkirkja landsins, byggð fyrst 1834 og aftur 1838, en þá um sumarið hrundi hún næstum til grunna í jarðskjálfta. Forsmiður hennar var Flóvent Sigfússon. Hún er lítil en stæðileg og meðal fegurstu kirkna landsins. Hún var afhelguð  en klukknaport var sett á stafn, gluggar stækkaðir, bekkir endurnýjaðir og hvelfing sett í loft kirkjunnar árið 1896

Prédikunarstóllinn er frá 1704 og altaristaflan allmerkileg. Yfir henni er mynd af Kristi konungi, máluð á tré og augljóslega mjög gömul. Brauðið var mjög fátækt en skrimti þó til 1881.

Ítarleg umfjöllun um Knapps-staðakirkju er í ritflokknum Kirkjur Íslands 6. bindi.

Heimild: Smárit Byggðasafns Skagfirðinga III, Kirkjur og bænhús í Skagafirði.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Knappstaðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Knappstaðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd