Hvítasunnukirkjan í Stykkishólmi (1950)

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Þórarinn Magnússon var brautryðjandi Hvítasunnustarfsins í Stykkishólmi. Hann kom þangað fyrst 17. janúar 1947 ásamt Hertu konu sinni, Guðmundi Markússyni og Pétri Péturssyni. Þau dvöldu þar í 10 daga og héldu tvær samkomur í kirkjunni og síðan nokkrar í samkomuhúsi bæjarins og var aðsókn mjög góð. Þórarinn kom aftur seinna um veturinn og hélt þá samkomur í heimahúsum, en hann er fæddur og uppalinn á Snæfellsnesi.  Um sumarið var sótt um lóð undir samkomuhús að Skúlagötu 6 og eftir að hún fékkst, var hafist handa í byrjun júlí að grafa fyrir húsinu. Menn víða af landinu unnu að þessu með Þórarni og síðan kom Eggert Jónsson og fleiri og slóu upp fyrir grunninum, sem steyptur var 6. ágúst. Ásgrímur Stefánsson og Sigurmundur Einarsson slóu upp fyrir kjallaranum. Þórarinn og Ásgrímur sóttu möl suður fyrir fjall á vörubíl sem Þórarinn hafði keypt og var hún notuð í steypuna. Allt var mokað á bílinn með handafli.

Sumarið 1950 var haldið sumamót Hvítasunnumanna í Stykkishólmi og var húsið þá formlega vígt. Aðkomnir mótsgestir voru yfir 100 og heimamenn sóttu samkomurnar vel.


 

Hvítasunnukirkjan í Stykkishólmi - Staðsetning á korti.

 


Hvítasunnukirkjan í Stykkishólmi - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur