Guðríðarkirkja (2008)

Guðríðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Guðríðarkirkja í Grafarholti var vígð við hátíðlega athöfn af biskupi Íslands annan sunnudag í aðventu, 7. desember 2008.

Fyrst í stað tilheyrðu þeir íbúar Grafarholtshverfis, sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna, Árbæjarprestakalli. Árið 2003 var Grafarholtssókn stofnuð og Grafarholtsprestakall ári síðar. Var séra Sigríður Guðmarsdóttir valin fyrsti sóknarprestur þess. Kirkjustarfið fluttist mestallt í Guðríðarkirkju þegar hún var vígð í desember 2008.

Kirkjan heitir Guðríðarkirkja í minningu Guðríðar Þorbjarnardóttur (ca 980-1050).

Guðríður Þorbjarnardóttir var viðförlasti Íslendingur miðalda og þótt víðar væri leitað. Hún var landnemi á vesturströnd Grænlands, landkönnuður á Vínlandi ásamt Þorfinni Karlsefni manni sínum og móðir fyrsta vestræna barnsins sem fæddist í Vesturheimi. Guðríður og Karlsefni fluttust heim til Íslands eftir Vínlandsförina. Eftir lát Karlsefnis fór Guðríður síðan til Rómar í pílagrímsgöngu og gerðist síðan nunna til æviloka. Frá henni er sagt á skemmtilegan hátt í Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu og hún sögð skörungur mikill og einlæg trúkona.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Guðríðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Guðríðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd