Grensáskirkja (1996)

Grensáskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Grensáskirkja er í Grensásprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.    Grensássókn var stofnuð í september 1963 og fyrsti sóknarpresturinn séra Felix Ólafsson var vígður til starfa í desember það sama ár. Fyrst í stað voru guðsþjónustur haldnar í Breiðagerðisskóla en síðar í safnaðarsal í Miðbæ við Háaleitisbraut. Safnaðarheimili kirkjunnar var vígt 1972 og var notað sem kirkja safnaðarins allt til þess að kirkjan var tekin í notkun.

Grensáskirkja var vígð 8. desember 1996. Hún var byggð við safnaðarheimilið og milli kirkjuskips og eldra hússins eru skrifstofur, kennslustofa, setustofa, kapella og safnaðarsalur. Á neðri hæð kirkjunnar er Tónskóli þjóðkirkjunnar og skrifstofur sérþjónustupresta. Þá leigir Landsvirkjun hluta af neðri hæð kirkjunnar undir skrifstofur.

Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel.


 

Grensáskirkja - Staðsetning á korti.

 


Grensáskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd