Glerárkirkja (1992)

Glerárkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Glerárkirkja er kirkja Glerárprestakalls, sem var stofnað árið 1981 þegar Akureyrarprestakalli  var skipt í tvennt. Glerárprestakall er í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Glerárkirkja var vígð 6. desember 2002  en hluti byggingarinnar hafði þá verið nýttur til messuhalds í nokkurn tíma.

Þann 31. maí 1984 tók hr. Pétur Sigurgeirsson biskup fyrstu skóflustunguna á lóð sem sókninni hafði verið úthlutað við Bugðusíðu. Glerárkirkja  er alls 2100 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Arkitekt var Svanur Eiríksson en Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt sá um skipulagningu lóðarinnar.

Nokkur umræða hafði farið fram um hvar kirkjan ætti að vera staðsett. Þegar árið 1969 hafði verið skipuð byggingarnefnd til að finna nýrri kirkju í Glerárhverfi stað en Lögmannshlíðarkirkja þótti orðin of lítil til að sinna íbúum í Glerárhverfi. Fljótlega kom upp sú hugmynd að kirkjan yrði staðsett á svokölluðum Neðri-ás sem er austan við Glerárskóla á milli Harðangurs og Melgerðis. Ekkert varð af þeim hugmyndum.

Síðari hluti árs 1987 lét Áskell Jónsson af störfum  en hann hafði verið organisti Lögmannshlíðarsóknar allar götur frá 1945, eða í 42 ár. Þegar Áskell varð 75 ára, árið 1986, stofnaði hann ásamt konu sinni Orgelsjóð Glerárkirkju. Hann vann ötullega að því að fá fyrirtæki og einstaklinga til að styrkja sjóðinn með fjárframlögum, með það að markmiði að Glerárkirkja eignaðist hljóðfæri við hæfi. Jóhann Baldvinsson tók við organistastarfinu og hófst fljótlega handa við að huga að orgeli fyrir nýju kirkjuna. Sumarið 1988 voru svo fest kaup á hljóðfæri. Orgelið er rafeindahljóðfæri og í því eru tölvukubbar sem innihalda hljóðupptökur á pípum frá tveimur orgelum í Evrópu.

Nánar má lesa um sögu kirkjunnar á heimasíðu hennar.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Glerárkirkja - Staðsetning á korti.

 


Glerárkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd