Árbæjarkirkja (1960)

Árbæjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Árbæjarkirkja er í Árbæjarprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.  Hún er systurkirkja Víðimýrarkirkju, sem var byggð á árunum 1834-35.  Upprunalegi kirkjusmiðurinn var Jón Samsonarson, bóndi, smiður og alþingismaður.  Hún var endurreist í Árbæjarsafni árið 1960 og nýtt skrúðhús var byggt við hana árið 1964.

Kirkjan, sem er torfkirkjan, var reist árið 1842 að Silfrastöðum. Árið 1896 vék hún fyrir nýrri kirkju en viðir hennar voru notaðir til að smíða baðstofu. Baðstofan var tekin niður árið 1959 og viðir hennar fluttir á Árbæjarsafn þar sem þeir voru notaðir til smíði safnkirkju. Meðal þess sem er upprunalegt í kirkjunni er prédikunarstóllinn.  

Kirkjusmiður var Skúli Helgason frá Selfossi.  Hann fór að Silfrastöðum og tók tréverkið niður.  Helsti vandinn við endurreisnina var að komast að réttum hlutföllum og útliti kirkjunnar.

Lausnin fannst í vísitasíu frá 1842 í Þjóðskjalasafni.  Þar voru öll mál tilgreind.  Skúli skar út vindskeiðarnar sjálfur og lauk við bygginguna haustið 1960.

Skrúðhúsið stendur andspænis kirkjudyrum, sem er fátítt á Íslandi.  Það var smíðað með skrúðhúsið að Arnarbæli í Ölfusi að fyrirmynd.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Árbæjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Árbæjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd